Kveðjum sjálfhverfa og fyrirsjáanlega manninn
Halldóra Mogensen
Halldóra Mogensen
Halldóra Mogensen
Halldóra Mogensen
Halldóra Mogensen
Halldóra Mogensen
Gamithra Marga, Atli Þór Jóhannsson, Aþena Ýr Ingimundardóttir
Sömu tækniframfarir og hafa gert okkur kleift að tengjast, ræða og leysa alþjóðleg vandamál á áður óþekktum skala, eru einnig nýttar til að græða á athygli okkar. Þetta getur leitt til ávanabindandi stafrænnar hegðunar, minnis- og athyglisvandamála, einmanaleika og almennrar aftengingar frá samfélaginu. Fjarlægðin og nafnleyndin sem algrímsstýrð stafræn rými byggjast á ala óneitanlega á hatri, neteinelti og stöðugum félagslegum samanburði.
Í heimi þar sem upplýsingar ferðast á ljóshraða án nokkurra takmarkana er nauðsynlegt að skapa nýjar væntingar og viðmið til að vernda trúverðugleika upplýsinga og lýðræðisleg gildi. Algrímsstýrðir bergmálshellar og sjálfvirk sögufölsun stýrir því hvernig við kjósum, deilum, tölum saman og tökum ákvarðanir. Þrátt fyrir að við höfum tæknigetuna til að skapa beint útópískt lýðræði, þá hvetja óforskömmuð viðskiptamódel frekar til meiri aftengingar og sundrungar en áður hefur sést, þar sem línurnar á milli sannleika og tilbúnings verða sífellt óljósari.
Sama nútímatækni og gerir okkur kleift að flýta öllum ferlum flýtir einnig öllum alþjóðlegum áhættum sem teknar eru. Við verðum að bregðast skjótt við ógnum sem stafa af afskiptalausri gervigreind, aukinni sjálfvirkni og algrímshlutdrægni, áhrifum mannskyns á lífríkið og vaxandi efnahagslegum ójöfnuði í heiminum. Það sem meira er, vaxandi valdaójafnvægi í heiminum eykur hættuna á því að þeir sem hafa aðgang að nútímatækni á borð við gervigreind og líftækni noti hana í hernaðarlegum tilgangi.
hafnar.haus
An Iceland Innovation Week side event.
hafnar.haus
online
hafnar.haus
Borgarbókasafnið Grófinni
Samtökin voru stofnuð árið 2023. Í stjórn félagsins sitja Atli Þór Jóhannsson, Gamithra Marga og Halldóra Mogensen.
Samtökin halda opna skipulagsfundi hálfsmánaðarlega. Nánari upplýsingar um innra skipulag samtakanna má finna á Slack.
Slack rás →Skráðu þig hér að neðan og við sendum þér nánari upplýsingar um starfið og látum þig vita af næstu viðburðum.